Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, kom til fundar við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í Norræna húsinu nú klukkan 11 í dag, en um er að ræða vinnuheimsókn hjá Marin og munu þær eiga tvíhliðafund.
Að fundi loknum munu Katrín og Sanna svo eiga hádegisspjall á Þjóðminjasafninu.
Við komuna í Norræna húsið féllust Katrín og Sanna í faðma og virtist fara vel á með þeim.