Þriðjungs fækkun í hópi blóðmerabænda

Blóð var tekið úr yfir fjögur þúsund hryssum í haust.
Blóð var tekið úr yfir fjögur þúsund hryssum í haust. mbl.is/Rax

Mun færri bændur stóðu í því að taka blóð úr fylfullum hryssum í ár en undanfarin ár. Að því er fram kemur í greinargerð Ísteka, sem kaupir merablóðið til að framleiða úr því PMSG-hormónið, fækkaði starfsstöðvum úr tæplega 120 í um 90, eða um þriðjung, og magn blóðs minnkaði um fjórðung frá árinu á undan.

Fyrirtækið telur ástæðuna aðallega vera áhrif sem mynd erlendra dýraverndarsamtaka hafði á bændur ásamt því álagi sem fylgir því að upplifa sig jaðarsettan. Fyrirtækið á von á að samtökin birti nýtt efni á næstu mánuðum.

Í greinargerð Ísteka um blóðtökutímabilið í haust kemur fram að nokkrir bændur urðu varir við fulltrúa AWF-dýraverndarsamtakanna í haust og með þeim þriggja manna upptökuteymi frá þýskum fjölmiðli. 

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert