Þriðjungs fækkun í hópi blóðmerabænda

Blóð var tekið úr yfir fjögur þúsund hryssum í haust.
Blóð var tekið úr yfir fjögur þúsund hryssum í haust. mbl.is/Rax

Mun færri bænd­ur stóðu í því að taka blóð úr fylfull­um hryss­um í ár en und­an­far­in ár. Að því er fram kem­ur í grein­ar­gerð Ísteka, sem kaup­ir mera­blóðið til að fram­leiða úr því PMSG-horm­ónið, fækkaði starfs­stöðvum úr tæp­lega 120 í um 90, eða um þriðjung, og magn blóðs minnkaði um fjórðung frá ár­inu á und­an.

Fyr­ir­tækið tel­ur ástæðuna aðallega vera áhrif sem mynd er­lendra dýra­vernd­ar­sam­taka hafði á bænd­ur ásamt því álagi sem fylg­ir því að upp­lifa sig jaðar­sett­an. Fyr­ir­tækið á von á að sam­tök­in birti nýtt efni á næstu mánuðum.

Í grein­ar­gerð Ísteka um blóðtöku­tíma­bilið í haust kem­ur fram að nokkr­ir bænd­ur urðu var­ir við full­trúa AWF-dýra­vernd­ar­sam­tak­anna í haust og með þeim þriggja manna upp­töku­teymi frá þýsk­um fjöl­miðli. 

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka