Varar við umferð fólks vegna úrkomu

Seyðisfjörður.
Seyðisfjörður. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Lögreglan á Austurlandi varar við umferð fólks við farvegi eða á göngustígum meðfram skriðufarvegum og vinnu í lækjum, en mikil úrkoma hefur verið á Austfjörðum í gær og í nótt.

Búist er við áframhaldandi rigningu á svæðinu á morgun. Úrkoma á Seyðisfirði gæti náð um 50 mm.

Lögreglan tekur sérstaklega fram að ekki sé æskilegt að fara nærri Búðará þar sem hryggurinn innan við upptök skriðunnar frá 2020 hefur hreyfst og yfirborðsjarðlög kunna að vera óstöðug.

Hæg hreyfing á Búðarhrygg hefur haldið áfram eftir að það hægðist á henni í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert