Áhersla á aukið netöryggi

Katrín Jakobsdóttir.
Katrín Jakobsdóttir.

„Við höfum verið að leggja aukna fjármuni bæði í alþjóðlegt samstarf í netöryggismálum og eins í innri uppbyggingu net- og fjarskiptaöryggis,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs Íslands.

Í nýrri breytingartillögu við þjóðaröryggisstefnu Íslands er lögð áhersla á aukið netöryggi landsins, enda áskoranir miklar á þeim vettvangi. Miklar framfarir hafa verið á þessu sviði í heiminum, en á sama tíma koma fram veikleikar og netglæpir hafa aukist. Sífellt fleiri dæmi eru nú um að gerðar séu netárásir á mikilvæga innviði stofnana og fyrirtækja hvar sem er í heiminum. Í tillögunni segir að öryggis Íslands verði ekki gætt nema í samstarfi við önnur ríki og alþjóðastofnanir í netöryggismálum. „Hröð tækniþróun, einkum í net- og upplýsingatækni, hefur leitt til margvíslegra framfara en um leið nýrra áskorana.“

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert