Farið fram á tvær vikur í viðbót í hryðjuverkamáli

Skotvopn sem sýnd voru á blaðamannafundi vegna hryðjuverkamálsins í september.
Skotvopn sem sýnd voru á blaðamannafundi vegna hryðjuverkamálsins í september. mbl.is/Hallur Már

Embætti héraðssak­sókn­ara mun á morg­un fara fram á áfram­hald­andi gæslu­v­arðhald yfir tveim­ur mönn­um sem grunaðir eru um að hafa skipu­lagt hryðju­verk hér á landi. Þetta staðfest­ir Karl Ingi Vil­bergs­son, sak­sókn­ari hjá héraðssak­sókn­ara, í sam­tali við mbl.is.

Farið verður fram á fram­leng­ingu varðhalds í tvær viku, en á morg­un munu menn­irn­ir hafa setið í varðhaldi í sam­tals 9 vik­ur. Fái ákæru­valdið beiðnina núna samþykkta af dóm­stól verður heild­ar­lengd­in því kom­in í 11 vik­ur. Að há­marki er hægt að fá gæslu­v­arðhalds­úrsk­urði í 12 vik­ur án þess að gefa út ákæru.

Seg­ir rök­semd­ir ákæru­valds­ins síðast nú falln­ar

Sveinn Andri Sveins­son, verj­andi ann­ars mann­anna, seg­ir í sam­tali við mbl.is að hann muni mót­mæla þess­ari fram­lagn­ingu ákæru­valds­ins. Vís­ar hann til þess að við síðustu fram­leng­ingu fyr­ir tveim­ur vik­um hafi ákæru­valdið rök­stutt beiðni sína um fram­leng­ingu með því að rann­sókn máls­ins yrði lokið inn­an tveggja vikna. Sveinn Andri seg­ir að nú sé ljóst að það hafi ekki tek­ist og þá eigi að reyna að fram­lengja tím­ann.

Sveinn Andri Sveinsson, verjandi annars mannanna.
Sveinn Andri Sveins­son, verj­andi ann­ars mann­anna. Ljós­mynd/​Aðsend

Sveinn Andri vís­ar jafn­framt til stöðunn­ar sem upp er kom­in í fang­els­um lands­ins, en und­an­farið hef­ur verið greint frá því að vegna árás­ar­inn­ar á Banka­stræti Club í síðustu viku hafi gæslu­v­arðhalds­fang­ar aldrei verið fleiri, en þeir voru sam­tals 60 í fyrra­dag, en eru að jafnaði 20. Sveinn Andri spyr hvort þetta sé ekki tæki­færið til að létta aðeins á, en þegar síðasti varðhalds­úrsk­urður var kveðinn upp lagði hann fram mat geðlækn­is sem Sveinn Andri sagði hafa metið að menn­irn­ir væru ekki hættu­leg­ir.

„Rann­sókn­in er á loka­metr­un­um“

Menn­irn­ir voru fyrstu vik­urn­ar í ein­angr­un, en hafa að und­an­förnu verið í lausa­gæslu í fang­elsi. Karl Ingi staðfest­ir að ekki verði farið fram á ein­angr­un.

„Rann­sókn­in er á loka­metr­un­um,“ seg­ir hann um stöðu rann­sókn­ar máls­ins. Seg­ir hann að stefnt sé að því að klára rann­sókn og ákærumeðferð fyr­ir 12 vikna markið.

Héraðssaksóknari mun fara fram á áframhaldandi varðhald í hryðjuverkamálinu.
Héraðssak­sókn­ari mun fara fram á áfram­hald­andi varðhald í hryðju­verka­mál­inu. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Hann staðfest­ir að enn séu menn­irn­ir tveir með stöðu sak­born­ings í tengsl­um við skipu­lag hryðju­verka, en að hann geti ekki staðfest með töl­una sem teng­ist skoðun á vopna­laga­broti að svo stöddu. Inn í þá rann­sókn blandaðist meðal ann­ars faðir rík­is­lög­reglu­stjóra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert