Vill öll gögn um ættleiðingar frá Sri Lanka

Ráðuneyti Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra vekur athygli á því að það …
Ráðuneyti Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra vekur athygli á því að það hafi stöðvað ættleiðingar frá Sri Lanka árið 1986. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dómsmálaráðuneytið hefur óskað eftir því við Íslenska ættleiðingu að fá öll gögn sem félagið hefur undir höndum um ættleiðingar frá Sri Lanka til varðveislu og skoðunar í ráðuneytinu.

Segir ráðuneytið frá frá því í tilkynningu í dag að það hafi stöðvað ættleiðingar frá Sri Lanka árið 1986. Tilefnið er umfjöllun Stöðvar 2 í þáttunum „Leitin að upprunanum", sem sýni glögglega hve dýrmætt það er hverju mannsbarni að vita uppruna sinn. 

Barnarán og falsaðar ættleiðingar of algeng fyrirbæri

„Í heimi skipulagðra afbrota eru barnarán og falsaðar ættleiðingar of algeng fyrirbæri og árið 1986 kom það í hlut dómsmálaráðuneytisins að stíga á bremsurnar hérlendis. Ráðuneytið stöðvaði ættleiðingar frá Sri Lanka vegna atviks sem upp kom og þess vafa sem ráðuneytið taldi leika á ferli ættleiðinga þaðan á þeim tíma,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. 

Fyrir það að stöðva ættleiðingar frá Sri Lanka hafi ráðuneytið raunar fengið ákúrur frá Íslenskri ættleiðingu á sínum tíma, sem lagðist gegn ákvörðun ráðuneytisins eins og glöggt sjáist í fundargerðum á árunum 1984 til 1987. 

Umræddar ættleiðingar frá Sri Lanka til Íslands áttu sér stað áður en Ísland gerðist aðili að Haag samningnum frá 29. maí 1993 um vernd barna og samvinnu varðandi ættleiðingar milli landa,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert