Klapp-skannar ónothæfir

Farþegar Strætós hafa kvartað undan greiðslukerfinu síðan það var tekið …
Farþegar Strætós hafa kvartað undan greiðslukerfinu síðan það var tekið í notkun fyrir um ári síðan. mbl.is/Hari

Lyk­il­búnaður greiðslu­kerf­is Strætó, skann­ar Klapp-apps sem notaðir eru í vögn­un­um, virka illa og stend­ur til að skipta þeim öll­um út. 

Al­var­leg mis­tök virðast hafa verið gerð með kaup­um og inn­leiðingu á greiðslu­kerfi Strætó bs., að því er fram kom í kynn­ingu Strætó á árs­fundi byggðasam­lags­ins, Sorpu og Slökkviliðs höfuðborg­ar­svæðis­ins (SHS).

Farþegar Strætó hafa kvartað und­an greiðslu­kerf­inu síðan það var tekið í notk­un fyr­ir um ári síðan.

Kjart­an Magnús­son, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir að þetta komi sér illa fyr­ir Strætó, sem megi ekki við því að missa tekj­ur.

Fram hafi komið í kynn­ingu stjórn­enda á árs­fund­in­um að fé­lagið væri á mörk­um þess að vera rekstr­ar­hæft og að fé­lagið hafi ekki átt fyr­ir reikn­ing­um fyr­ir síðustu helgi.

Um þetta fjall­ar Kjart­an jafn­framt í aðsendri grein sem birt­ist í Morg­un­blaðinu í dag.

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Kjart­an Magnús­son, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins. Morg­un­blaðið/​Sig­urður Bogi
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert