Konan starfaði ekki með börnum á vegum Samtakanna

Stjórn Samtakanna '78 bárust í vikunni ábendingar vegna málsins.
Stjórn Samtakanna '78 bárust í vikunni ábendingar vegna málsins. Ljósmynd/Aðsend

Stjórn Samtakanna '78 segir konu sem gegndi trúnaðar­störf­um inn­an samtakanna, og hefur nú verið vikið frá störfum í kjölfar al­var­legra ásak­ana um kyn­ferðis­legt of­beldi gegn börn­um, ekki hafa starfað með börnum eða ungmennum innan samtakanna. 

Konan var fyrrverandi formaður félagaráðs, og var því sjálfboðaliði en sjálfboðaliðar samtakanna starfa aldrei einir á vettvangi sem er liður í því að tryggja öryggi bæði gesta og sjálfboðaliðanna sjálfra.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökunum '78.

Stjórninni bárust í vikunni ábendingar vegna málsins og var aðgerðaráætlun Samtakanna '78 vegna ofbeldis virkjuð um leið. Málið er það nú í faglegu ferli og hefur einnig verið tilkynnt til viðeigandi yfirvalda.

Konunni hefur nú verið vikið frá störfum og starfar ekki lengur á vettvangi Samtakanna '78.

Innan Samtakanna ’78 er boðið upp á fjölbreytilega og faglega ráðgjöf til hinsegin fólks eða vegna mála sem snertir þau og slík ráðgjöf stendur þolendum þessa máls til boða að kostnaðarlausu, líkt og öðrum,“ segir jafnframt í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert