Mikið er um öndunarfærasýkingar af völdum mismunandi veira um þessar mundir og inflúensan og RSV eru fyrr á ferðinni en venjulega.
Þetta kemur fram í samantekt um öndunarfærasýkingar á vikum 40-46 á þessu ári hjá embætti landlæknis.
Þar segir að nú þegar stefnir í fyrsta vetur án sóttvarnaraðgerða síðan að Covid-19 greindist fyrst hér á landi, muni árstíðabundnar öndunarfærasýkingar leggjast af fullum þunga á landsmenn.
Á Landspítala eru átta manns nú inniliggjandi með inflúensu en einnig er aukning á innlögnum vegna Covid-19. Sjúklingar sem liggja inni með eða vegna veirunnar skæðu eru 30 talsins.