Jón Svanberg nýr framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar

Jón Svanberg Hjartarson.
Jón Svanberg Hjartarson.

Jón Svanberg Hjartarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Hann mun hefja störf 1. janúar, 2023.

Jón er í dag fagstjóri aðgerðamála hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra þar sem hann sinnir meðal annars verkefnastjórn í almannavarna- og öryggismálum og hefur umsjón með Samhæfingar- og stjórnstöð almannavarna.

Jón tekur við af Þórhalli Ólafssyni sem var sjötugur á árinu, en hann lætur af störfum hjá Neyðarlínunni um áramótin eftir 23. ára starf sem framkvæmdastjóri.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert