Nýtum betur verðmætin í ruslinu

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Miklar breytingar verða gerðar á meðhöndlun úrgangs þann 1. janúar 2023. Með þeim verða sköpuð skilyrði fyrir myndun hringrásarhagkerfis.

Úrgangur verður flokkaður betur en áður og meira af honum endurnýtt. Sveitarfélögin gegna lykilhlutverki við að innleiða flokkun sorps hjá almenningi og fyrirtækjum.

Einnig ætla þau að breyta innkaupum sínum með tilliti til úrgangsstjórnunar og hring­rásar­hag­kerfisins.

Á næsta ári á einnig að innleiða það sem kalllast Borgaðu þegar hent er en í því felst að sá sem hendir borgar fyrir meðhöndlun úrgangsins.

Allt á þetta að leiða til betri nýtingar þeirra verðmæta sem felast í rusli og draga úr myndun úrgangs sem kemur umhverfinu til góða. En hvernig gengur undirbúningur þessara miklu breytinga?

Rætt er við Guðlaug Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert