„Við búum í nágrenni við þrjátíu virk eldfjöll og einhver þeirra eru alltaf í ham. Kannski á það við um óvenjumörg þeirra núna sem virðast vera tilbúin í slaginn,“ segir Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor emeritus.
Nýlegar hallamælingar sýna að Hekla er fullþanin og getur gosið með skömmum fyrirvara.
Skjálfti, 3 stig að stærð, varð í Öræfajökli í gærmorgun og fannst hann í nágrenni jökulsins. Nokkrir smærri skjálftar mældust í gær og í fyrradag.
Öræfajökull hefur verið fremur rólegur síðan 2017-2018 að þensla var í eldfjallinu og töluverð jarðskjálftavirkni.