Siglufjarðarvegur í svonefndum Almenningum, sem eru í fjallskriðunum vestan við kaupstaðinn og Strákagöng, hefur frá í ágúst síðastliðnum skriðið fram um alls 75 cm. Mest er hreyfingin á milli Hrauna og Almenningsnafar. „Vegstæðið er sums staðar á mikilli hreyfingu,” segir Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, sem hefur umsjón með þessu verkefni. Óttast er að veginn á þessum slóðum geti tekið af, haldi fram sem horfir. Því er staðan vöktuð mjög nákvæmlega.
Líklegt er talið að mikil úrkoma og loftslagsbreytingar eigi sinn þátt í þessari þróun. „Vegna loftslagsbreytinga eru öfgar í veðurfari miklar og úrkomuþungi að aukast. Hve hratt berghlaup og skriður þarna falla fram mun því halda áfram að óbreyttu og því þarf að bregðast við,” segir Halldór. Ítarlega er fjallað um málið í Framkvæmdafréttum Vegnagerðarinnar þar sem fram kemur vandamálið hafi verið til staðar í mörg ár.
Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.