Fylgjast grannt með þróuninni í Mýrdalsjökli

Verðurstofan fylgist með þróun mála.
Verðurstofan fylgist með þróun mála. mbl.is/RAX

„Það er í raun engin breyting. Það gerist reglulega að það koma svona púlsar,“ segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is um skjálftana sem mældust í Mýrdalsjökli í nótt.

Stærsti skjálftinn sem mældist í nótt var af stærð 3,1. Upptök nokkurra þeirra skjálfta sem riðu yfir svæðið í nótt voru á 0,1 km dýpi. Að sögn Lovísu er dýpið ekki trúverðugt dýpi og þýðir ekki að kvika sé nálægt yfirborði.

„Það er búið að vera meiri skjálftavirkni í Mýrdalsjökli en venjulega, en það er líka búið að vera mun hlýrra heldur en hefur verið. Við fylgjumst vel með hver þróunin verður,“ segir Lovísa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka