Fundur Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 15 í dag.
Efling mætti með fjölmenna sveit til viðræðna eins og sjá má á meðfylgjandi myndum frá Eggerti Jóhannessyni, ljósmyndara mbl.is.
Þrír fundir voru hjá ríkissáttasemjara í dag og á morgun verður fundað með SA og SGS, VR og LÍV.
Mörg félög og landsambönd horfa nú til þess að gera skammtímasamninga sem myndu gilda í rúmt ár. Mikil ytri áhrif hafa sett svip sinn á efnahagslífið eftir innrás Rússa í Úkraínu og verðbólgan hefur gert vart við sig um alla Evrópu. Fyrir vikið er líklega erfiðara fyrir viðsemjendur að gera langtímasamninga á meðan ekki sér fyrir endann á stríðsátökum.