Leita leiða til hagræðingar í rekstri

Höfuðborgarsvæðið.
Höfuðborgarsvæðið. mbl.is/Sigurður Bogi

Niðurskurður eða nýrri nálgun á lögbundin viðfangsefni sem sinna þarf eru þær leiðir sem eru færar til að mæta þeim vanda sem nú er til staðar í rekstri fjölda sveitarfélaga á landinu, segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vandamálin segir hún misjöfn milli byggða, en staðan sé þó einna verst í þeim sveitarfélögum sem séu með miklar þjónustuskyldur. Verðbólga og háir vextir hafi einnig mikil áhrif.

„Málefni fatlaðs fólks sem sveitarfélögin sjá um eru vanfjármögnuð. Á þessu ári vantar þar um 13 milljarða kr. og því er herjað á ríkið að leiðrétta stöðuna, meðal annars í gegnum fjáraukalög. Þjónusta við þennan hóp fólk er lögbundið verkefni sveitarfélaganna og því þurfa að fylgja þær fjárveitingar sem vera ber. Hamrað hefur verið á þessu í samtölum við ráðherra,” segir Heiða Björg.

Í þeim sveitarfélögum þar sem fólki hefur fjölgað skarpt að undanförnu eru líka áskoranir, segir formaðurinn. Slíku fylgi kostnaðarsöm innviðauppbygging sem rífi í. Ælta megi að í dag sé um helmingur alls 64 sveitarfélaga á landinu í þröngri fjárhagslegri stöðu.

Lesa má meira um máið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert