Nóg verður um að vera í húsakynnum ríkissáttasemjara í dag þótt kjaraviðræðum SGS, LÍV og VR við SA hafi verið frestar til þriðjudags eins og greint var frá á föstudaginn.
Tveir fundir eru á dagskrá í klukkan 10. Samflot iðn-og tæknifólks fundar annars vegar með Samtökum atvinnulífsins og hins vegar eru það sjómenn og skipstjórnarmenn ásamt SA.
Síðar í dag kemur svo samninganefnd Eflingar og fundar með SA.
Starfsgreinasambandið, Landssamband íslenskra verslunarmanna og Verslunarmannafélag Reykjavíkur fundar svo með SA á morgun eins og áður segir.