„Þetta eru greinilega lífsmörk í eldstöðinni“

Sunnanverður Mýrdalsjökull.
Sunnanverður Mýrdalsjökull. mbl.is/RAX

Meiri skjálftavirkni hefur verið í Mýrdalsjökli en venjulegt er undanfarið og í gær mældust þrír skjálftar yfir þremur að stærð fyrir hádegi og 13 skjálftar frá miðnætti, allir innan Kötluöskjunnar.

Náttúruvársérfræðingar hjá Veðurstofu Íslands fylgjast grannt með þróun mála en segja skjálftavirknina ekki endilega þýða að kvika sé nálægt yfirborði.

„Það hefur verið meiri skjálftavirkni í Mýrdalsjökli en venjulega, en það er líka búið að vera mun hlýrra heldur en hefur verið. Við fylgjumst vel með hver þróunin verður,“ sagði Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur Veðurstofunnar.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert