Þriggja stiga skjálfti í Goðabungu

Hér er horft til vesturs yfir Mýrdalsjökul.
Hér er horft til vesturs yfir Mýrdalsjökul. mbl.is/RAX

Jarðskjálfti af stærðinni 3 varð í Goðabungu, undir suðvesturhorni Mýrdalsjökuls, um klukkan hálftvö í nótt.

Áður hafði skjálfti af stærðinni 3,8 orðið í Bárðarbungu, eða tæpum tuttugu mínútum fyrr.

Engar tilkynningar hafa borist um að skjálftarnir hafi fundist í byggð, að því er kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert