Þeim fækkar sem nota nagladekk

Mikill munur er á íbúum höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar.
Mikill munur er á íbúum höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Rúmlega helmingur landsmanna keyrir á heilsársdekkjum eða ónegldum vetrardekkjum yfir veturinn, eða um 54,4% fólks. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu sem 878 svöruðu.

45% af fólki keyra á nagladekkjum yfir veturinn sem er um sex prósentustiga lækkun milli ára. Á móti fjölgar þeim sem keyra á heilsársdekkjum.

Mikill munur er á íbúum höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar en 68% svarenda á landsbyggðinni keyra á nagladekkjum yfir veturinn á móti aðeins 31% íbúa höfuðborgarsvæðisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert