Forval á arkitektahönnun fyrir HVH hafið

Verkefnið er eitt stærsta verkefni sem FSRE hefur ráðist í.
Verkefnið er eitt stærsta verkefni sem FSRE hefur ráðist í. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í dag birtast á Evrópska efnahagssvæðinu auglýsingar FSRE um forval á arkitektahönnun byggingar fyrir löggæslu- og viðbragðsaðila á höfuðborgarsvæðinu (HVH). Þetta er eitt stærsta verkefni sem FSRE hefur ráðist í en óskað er eftir umsóknum frá teymum arkitekta sem taka vilja þátt í lokuðu samkeppnisútboði verkefnisins en fimm teymi verða valin til þátttöku.

Við tekur þrepaskipt ferli, sem lýst er í útboðsauglýsingu. Að loknum fyrsta hluta samkeppninnar munu tvö teymi keppa um að hanna bygginguna þar sem staðsettar verða höfuðstöðvar löggæslu- og viðbragðsaðila á höfuðborgarsvæðinu, HVH.

Þetta verður miðstöð þeirra sem gæta að lögum, reglu, björgun og öryggi almennings. Í miðstöðinni munu þessir aðilar fá nútímalega aðstöðu sem auðveldar til muna hina mikilvægu þjónustu og vernd sem veitt er almenningi segir í tilkynningu.

Umsóknir um þátttöku skulu berast í síðasta lagi kl. 12, 17. janúar 2023 en frekari upplýsingar má finna á vef FSRE og á útboðsvef Ríkiskaupa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka