Samið um stálvirkið á Snákinn

Snákurinn.
Snákurinn. mbl.is/sisi

Nú liggur fyrir að fyrirtækið Prófílstál ehf. mun smíða fjölnota stálvirki sem sett verður upp á Laugavegi, milli Hlemms og Snorrabrautar. Þessi kafli götunnar hefur fengið hið frumlega nafn Snákurinn.

Reykjavíkurborg auglýsti fyrr á þessu ári eftir tilboðum í smíðina. Aðeins barst eitt tilboð, frá Próifílstáli. Hljóðaði það upp á krónur 21.601.880 eða 80% af kostnaðaráætlun, sem var upp á 26,8 milljónir. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að ganga að tilboðinu.

Eins og vegfarendur hafa tekið eftir hafa verið miklar framkvæmdir í gangi umhverfis Hlemmtorg. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka