Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa samið við Klíníkina um kaup á aðgerðum vegna endómetríósu, að því er segir í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu.
Samningurinn hefur þegar tekið gildi en hann kveður á um að þær sem eru í brýnustu þörfinni njóti forgangs.
„Um greiðslur sjúklinga sem fá þjónustu á grundvelli samningsins gilda almennar reglur um greiðsluþátttöku sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu,“ segir í tilkynningunni.