Festi bílinn í á

Flugbjörgunarsveitin á Hellu kom til mannsins upp úr hádegi.
Flugbjörgunarsveitin á Hellu kom til mannsins upp úr hádegi. Ljósmynd/Landsbjörg

Beiðni barst björgunarsveitum rétt fyrir klukkan 10 í morgun frá erlendum ferðamanni sem var staddur í Landmannalaugum og hafði fest bíl sinn í á. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

Hafði ferðamaðurinn, sem var einn á ferð, gist í Landmannalaugum síðustu nótt, en lítils háttar snjókoma hafði orðið til þess að það óx í ám yfir nóttina. Þegar hann hugðist snúa aftur til baka festist bíll hans í árkvísl.

Skáli Ferðafélags Íslands í Landmannalaugum þar sem maðurinn gisti.
Skáli Ferðafélags Íslands í Landmannalaugum þar sem maðurinn gisti. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Flugbjörgunarsveitin á Hellu sendi bíl á vettvang sem kom inn í Landmannalaugar til mannsins klukkan hálf eitt. Náði hún bílnum á þurrt land en þurfti að skilja hann eftir. Ekið var með ferðamanninn til byggða og lauk aðgerðum klukkan hálffjögur.

Bílnum var komið á þurrt land.
Bílnum var komið á þurrt land. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka