Greina ekki hreyfingu í fjallinu

Aurskriða féll rétt sunnan við Fagrabæ í Grýtubakkahreppi, sunnan við …
Aurskriða féll rétt sunnan við Fagrabæ í Grýtubakkahreppi, sunnan við Grenivík, fyrir tveimur vikum. Ljósmynd/Vegagerðin

Ekki hefur orðið vart við hreyfingar í fjallinu þar sem aurskriða féll, nærri Grenivík fyrir tveimur vikum. 

Á síðu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra segir að frá því að vegurinn var opnaður aftur fyrir umferð, skömmu eftir að aurskriðan féll, hafi hámarkshraði verið lækkaður á svæðinu og starfsmenn Veðurstofunnar fylgst grannt með. 

„Ekki hefur orðið vart við neinar frekari hreyfingar í fjallinu og er það mat starfsmanna Veðurstofunnar að ekki sé sérstök hætta á skriðuföllum á þessum stað lengur og engar fregnir borist af hreyfingum á svæðinu síðan daginn eftir að skriðan féll.“

Því hefur hámarkshraði verið færður upp í 90 kílómetra á klukkustund og frekari viðvörunarskilti fjarlægð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert