Inflúensutilfellum og innlögnum fjölgar

Hlutfall jákvæðra Covid-sýna af heildarfjölda var 29% í síðustu viku …
Hlutfall jákvæðra Covid-sýna af heildarfjölda var 29% í síðustu viku sem gefur til kynna mikla dreifingu í samfélaginu. Ljósmynd/Landspítalinn

Greindum inflúensutilfellum fjölgar á Íslandi. Aðrar öndunarfæraveirur greinast sömuleiðis í miklum mæli. Þá hefur innlögnum fjölgað vegna kórónuveiru og inflúensu.

Þetta kemur fram á vef embættis landlæknis en í síðustu viku greindust 199 með Covid-19 og 41 einstaklingur með inflúensu.

Inflúensugreiningum fjölgar milli vikna en svipaður fjöldi greinist með Covid-19.

Veirulyf snemma geti dregið úr veikindum

Alvarleg veikindi vegna inflúensu og Covid-19 hjá áhættuhópum, sérstaklega 60 ára og eldri, má hindra með bólusetningum en þátttaka 60-69 ára í þeim er slakari en þeirra sem eldri eru,“ segir í tilkynningunni. 

Því er bent á að veirulyf sem gefið er snemma í inflúensuveikindum geti dregið úr alvarleika veikindanna og þá séu persónubundnar smitvarnir mikilvægar. 

Þá segir að hlutfall jákvæðra Covid-sýna af heildarfjölda hafi verið 29% í síðustu viku sem gefi til kynna mikla dreifingu í samfélaginu. Áfram greinast flestir með Ómíkron-afbrigðið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert