Mikil fjárfesting í bígerð hjá Garðabæ

Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar.
Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar. mbl.is/Arnþór

Miklar fjárfestingar eru áformaðar í Garðabæ samkvæmt tillögum meirihluta sjálfstæðismanna til fjárhagsáætlunar, sem tekin verður til seinni umræðu síðdegis í dag. Að sögn Almars Guðmundssonar bæjarstjóra gefur sterk fjárhagsstaða bæjarins svigrúm til slíkra fjárfestinga, sem séu forsenda frekari vaxtar bæjarins og aukinna lífsgæða bæjarbúa til framtíðar.

Áfram verður lögð áhersla á að stilla álögum í hóf og er miðað við að útsvarið verði óbreytt í 13,7% og þannig hið lægsta í stærri bæjarfélögum landsins. Sömuleiðis verða fasteignaskattar lækkaðir til þess að vega á móti stórhækkuðu fasteignamati í verðbólgutíð.

Í áætluninni er gert ráð fyrir að tekjur vaxi um 6,4% á komandi ári en útgjöld um 12%, en þar valda verðbólga og vöxtur þjónustu mestu.

Stærstur hluti fjárfestingarinnar, rúmir 2 milljarðar króna, rennur til annars áfanga Urriðaholtsskóla, og 1,2 í nýjan leikskóla við Holtsveg. Þá fer tæpur milljarður í endurbætur á húsnæði og lóðum bæjarins, en gatnagerð í framtíðarbyggð í Vetrarmýri og Hnoðraholti kostar líka sitt.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka