Sólborg valin framúrskarandi ungur Íslendingur

Sólborg Guðbrandsdóttir er framúrskarandi ungur Íslendingur árið 2022.
Sólborg Guðbrandsdóttir er framúrskarandi ungur Íslendingur árið 2022. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sólborg Guðbrandsdóttir var valin framúrskarandi ungur Íslendingur árið 2022 í gær fyrir framtak sitt á sviði menntamála.

Tíu Íslendingar voru tilnefndir til verðlaunanna. Á hátíðlegri samkomu í gær veitti forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Sólborgu verðlaunin ásamt forseta JCI-hreyfingarinnar, Ríkey Jónu Eiríksdóttur.

 Sólborg hefur einbeitt sér um árabil að því að fræða ungt fólk um kynlíf, samskipti og fordóma og hélt úti Instagram-síðunni Fávitar á árunum 2016-2020.

Hún hefur einnig skrifað bækurnar Fávitar og Aðeins færri fávitar og Fávitar og fjölbreytileikinn, en sú síðasta kom út núna í október. Hún hefur einnig haldið fyrirlestra í grunnskólum og framhaldsskólum landsins.

Í dóm­nefnd voru Þórunn Eva Páls­dóttir, fram­úr­skarandi ungur Ís­lendingur ársins 2021, Ey­vindur Elí Alberts­son, verk­efnis­stjóri hjá Reykja­víkur­borg og senator JCI, Geir Finns­son, for­seti LUF, Ragn­hildur Helga­dóttir, rektor Há­skólans í Reykja­vík og Rík­ey Jóna Ei­ríks­dóttir, lands­for­seti JCI 2022.

Fjöldi ungs fólk hefur hlotið titilinn í þau tuttugu ár sem verðlaunin hafa verið veitt og má þar nefna Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, Emelíönu Torrini söngkonu, Ævar Þór Benediktsson rithöfund og Sævar Helga Bragason.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka