Ekki viljað Jóni Baldvini illt

Jón Baldvin ásamt lögmanni sínum, Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni. Jón Baldvin …
Jón Baldvin ásamt lögmanni sínum, Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni. Jón Baldvin var sakfelldur í Landsrétti í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Lands­rétt­ur tek­ur fram í dóms­úrsk­urði sín­um að ekk­ert hald­bært hafi komið fram, sem með réttu verður talið benda til þess að Car­men Jó­hanns­dótt­ir eða móðir henn­ar hafi borið þung­an hug til ákærða eða viljað hon­um illt. 

Á þessu var meðal ann­ars byggt þegar Lands­rétt­ur sak­felldi Jón Bald­vin Hanni­bals­son, fyrr­ver­andi ráðherra og sendi­herra, fyr­ir kyn­ferðis­brot gegn Car­men Jó­hanns­dótt­ur á heim­ili Jóns Bald­vins í Salobreña á Spáni. Litið var til þess að Car­men hefði ekk­ert þekkt Jón Bald­vin áður en at­vikið, sem dóm­ur­inn tók af­stöðu til, gerðist.

Ákæru­valdið var talið hafa fært á það sönn­ur með trú­verðugum framb­urði brotaþola og móður henn­ar gegn neit­un Jóns Bald­vins. Móðir brotaþol­ans gaf viðbót­ar­skýrslu fyr­ir Lands­rétti.

Fjöldi stroka ekki tal­inn skipta máli

Í héraðsdómi var framb­urður Car­men­ar og vitna sem tóku und­ir henn­ar málstað tal­inn óstöðugur, meðal ann­ars vegna þess að hún gat ekki sagt hve oft Jón strauk upp og niður bak­hluta henn­ar og ná­kvæma tíma­setn­ingu at­viks­ins.

Lands­rétt­ur gef­ur lítið fyr­ir þær máls­ástæður og seg­ir í úr­lausn dóms­ins: „Ekki þykir held­ur draga úr sönn­un­ar­gildi framb­urðar brotaþola að hún hafi ekki með vissu getað borið um ná­kvæm­an fjölda stroka ákærða.“

Brotaþoli og móðir staðfast­ar í framb­urði

Þá er einnig sagt að ekki verði dregn­ar sér­stak­ar álykt­an­ir vegna trú­verðug­leika Jóns og vitn­anna, enda sé um að ræða hvers­dags­lega hluti sem all­ur gang­ur sé á hvort fólk veiti at­hygli og festi sér í minni. 

Taldi Lands­rétt­ur brotaþola og móður henn­ar hafa frá upp­hafi verið staðfast­ar í framb­urði sín­um um að Jón Bald­vin hefði strokið upp og niður bak­hluta Car­men­ar. Framb­urður vitna sem sögðust ekki hafa séð at­vikið var ekki tal­inn með réttu met­in svo að í hon­um fæl­ist að úti­lokað væri að Jón Bald­vin hefði sýnt af sér hátt­sem­ina.

Jón Bald­vin hyggst sækja um áfrýj­un­ar­leyfi til Hæsta­rétt­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka