Glæpamenn lifa hátt á illa fengnu fé

Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn.
Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lög­regl­una grun­ar að hér á landi bjóði glæpa­menn upp á pen­ingaþvætt­isþjón­ustu, þar sem þeir nota sérþekk­ingu sína til þess að aðstoða aðra við að þvætta fé.

Þetta seg­ir Grím­ur Gríms­son, yf­ir­lög­regluþjónn, í hlaðvarpsþætt­in­um Hvítþvotti sem fjall­ar um pen­ingaþvætti.

„Það er auðvitað þannig að það þarf svo­litla þekk­ingu til að geta notað til dæm­is fé­lög í þess­um til­gangi,“ seg­ir Grím­ur í þætt­in­um.

Auk­in sér­hæf­ing glæpa­manna

„Flækj­u­stigið á öll­um mál­um hjá okk­ur eykst ár frá ári,“ seg­ir hann og nefn­ir að brot­a­starf­semi sé sí­fellt bet­ur skipu­lögð og að sér­hæf­ing glæpa­manna hafi auk­ist. Þó svo að mál­in sem komi inn á borð lög­reglu séu flók­in þá seg­ir hann upp­sprett­una alltaf sú sama: illa fengið fé. „Í grunn­inn þá er þetta reiðufé sem þarf með ein­hverj­um hætti að koma í um­ferð,“ seg­ir Grím­ur.

Hann nefn­ir einnig ólög­lega eigna­mynd­un sem dæmi um pen­ingaþvætti og bæt­ir við að lög­regl­an hafi heyrt af fólki sem lif­ir hátt og hef­ur komið und­ir sig dýr­um eign­um án þess að hafa aug­ljós­ar tekj­ur til þess. „Með ein­hverj­um hætti hef­ur því fólki tek­ist að þvætta fé og mynda eign­ir með því,“ seg­ir hann.

Vill aukn­ar heim­ild­ir um eigna­upp­töku

Í skýrslu Europol þar sem mat er lagt á hætt­una sem staf­ar af skipu­lagðri glæp­a­starf­semi næstu árin er áætlað að yf­ir­völd hald­leggi ein­ung­is um tvö pró­sent af ólög­mæt­um ávinn­ingi af brot­a­starf­semi og að þegar upp er staðið sé ein­ung­is um eitt pró­sent gert upp­tækt.

Grím­ur seg­ir þetta hlut­fall sorg­legt og kall­ar eft­ir aukn­um heim­ild­um til eigna­upp­töku ólög­mæts ávinn­ings af brot­a­starf­semi. Hann tel­ur þörf á að lag­aramm­inn utan um pen­ingaþvætti sé end­ur­skoðaður, meðal ann­ars með það að mark­miði að heim­ila lög­reglu að rann­saka ólög­mæt­an ávinn­ing af brot­a­starf­semi án þess að saka­mál sé til rann­sókn­ar.

Sigurður Páll Guttormsson, þáttastjórnandi Hvítþvotts.
Sig­urður Páll Gutt­orms­son, þátta­stjórn­andi Hvítþvotts. Ljós­mynd/​Aðsend

„Ég myndi vilja sjá styrk­ingu á lög­gjöf­inni í tengsl­um við það að við gæt­um rann­sakað pen­ingaþvætti auðveld­ar sem sjálf­stætt brot,“ seg­ir Grím­ur og vís­ar til laga um eigna­upp­töku án sak­fell­ing­ar sem eru í gildi á Írlandi. Hann tel­ur að írska lög­gjöf­in sé ein sú besta í Evr­ópu þegar kem­ur að heim­ild­um til eigna­upp­töku ólög­mæts ávinn­ings.

12 vikna ramm­inn þröng­ur

Hug­mynd Gríms er ekki ný af nál­inni því Helgi Hjörv­ar, fyrr­ver­andi þingmaður, lagði einnig til aukn­ar heim­ild­ir til eigna­upp­töku í laga­frum­varpi vorið 2010 með vís­an til írsku lög­gjaf­ar­inn­ar. Með slíkri lög­gjöf þarf ákæru­valdið ekki að sýna fram á að refsi­verð hátt­semi sé haf­in yfir all­an vafa held­ur næg­ir hefðbundið sönn­un­ar­mat dóm­ara í einka­mál­um. Þar af leiðandi eru gerðar væg­ari sönn­un­ar­kröf­ur en í saka­mál­um.

Grím­ur nefn­ir einnig að sá tólf vikna rammi sem lög­regla hafi fyr­ir gæslu­v­arðhald sé býsna þröng­ur í ljósi þess að fjár­mál­a­rann­sókn lög­reglu sé oft tíma­frek­ari en það. Hann tel­ur aug­ljóst að fram fari pen­ingaþvætti sem kemst ekki upp á yf­ir­borðið og er hæfi­lega bjart­sýnn á fram­haldið í bar­átt­unni gegn pen­ingaþvætti. Hann vís­ar í því sam­hengi til hins lága hlut­falls ólög­mæts ávinn­ings sem lagt er hald á. „Það þarf ekki mikið til þess að auka þann ár­ang­ur.“

Þátt­ur­inn er kom­inn á all­ar helstu hlaðvarps­veit­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert