Starfsfólk Grandaborgar segir upp

Starfsfólk leikskólans hefur kvartað undan slæmum loftgæðum í húsnæði leikskólans, …
Starfsfólk leikskólans hefur kvartað undan slæmum loftgæðum í húsnæði leikskólans, að Kringlunni 1. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Leikskólastjóri Grandaborgar er hættur störfum og sögðu nokkrir starfsmenn upp í kjölfarið í dag, vegna rótleysis og framkomu Reykjavíkurborgar í garð þeirra og barnanna. Starfsfólk kvartar undan einkennum vegna loftgæða í húsnæði leikskólans að Kringlunni 1.

Reykjavíkurborg vísaði því á bug og taldi að veikindi barna og starfsfólks mætti rekja til  almennra umgangspesta. Foreldrar barna á leikskólanum hafa viðrað miklar áhyggjur af stöðu mála á samráðsvettvangi þeirra á Facebook.

Rótleysið hafi slæm áhrif

Ása Kristín Einarsdóttir, foreldri barns á leikskólanum og stjórnarmaður foreldraráðs Grandaborgar, upplifir fullkomið úrræðaleysi af hálfu borgarinnar í málefnum leikskólans. Ekkert hafi verið aðhafst í ljósi kvartana starfsfólks og upplýsingaflæðinu sé ábótavant.

„Það sem hefur áhrif á börnin er þetta rótleysi, að hafa þau út um allt,“ segir hún og bætir við að hún finni að sitt barn finni fyrir óöryggi vegna þessa.

Börnin voru flutt í nýtt húsnæði í Kringlunni eftir að skólpmengun greindist í húsnæði leikskolans í Vesturbæ en áður höfðu einnig fundist rakaskemmdir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert