Virkjanir á teikniborðinu

Hvammsvirkjun verður efsta virkjunin í neðri hluta Þjórsár. Á tölvuteikningu …
Hvammsvirkjun verður efsta virkjunin í neðri hluta Þjórsár. Á tölvuteikningu sjást stífla og lón og stöðvarhúsið á austurbakkanum.

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra, boðar upp­bygg­ingu virkj­ana en síðastliðið vor „hafi loks­ins tek­ist að rjúfa níu ára kyrr­stöðu“ í orku­mál­um.

Meðal ann­ars boðar ráðherr­ann upp­bygg­ingu vatns­afls­virkj­ana og seg­ir að fram­kvæmd­ir við Hvamms­virkj­un í neðri hluta Þjórsár hefj­ist á næsta ári. Þá hafi ÍSOR verið falið að kort­leggja jarðhita­svæði, ásamt því sem Orku­veita Reykja­vík­ur sé í start­hol­un­um með upp­bygg­ingu. Hvað varðar gagn­rýni á fyr­ir­hugaða vindorkug­arða sé ein­kenni­legt ef eng­inn staður þyki koma til greina fyr­ir þá á Íslandi.

Sæ­streng­ur úr mynd­inni

Spurður um þá gagn­rýni að er­lend­um aðilum sé ekki svarað í stjórn­kerf­inu, þegar þeir sýna ís­lensku ork­unni áhuga, seg­ir Guðlaug­ur Þór er­ind­in jafn­an snú­ast um sæ­streng. Hug­mynd­ir þeirra um sæ­streng séu hins veg­ar „full­kom­lega óraun­hæf­ar“ og hafi hann sem ráðherra lagt mikla áherslu á „að menn hætti að velta þeim fyr­ir sér“. Hvað varðar áform um út­flutn­ing á ra­feldsneyti þurfi fyrst að tryggja orku­skipti á Íslandi en slíkt sé talið kalla á tvö­föld­un orku­fram­leiðslunn­ar.

Vinna við út­gáfu virkj­ana­leyf­is fyr­ir Hvamms­virkj­un er á loka­stigi en nærri hálft annað ár er liðið frá því Lands­virkj­un sótti um leyfið. Halla Hrund Loga­dótt­ir, orku­mála­stjóri, seg­ir að þegar um­sókn­in barst hafi legið fyr­ir fjöldi annarra um­sókna sem fyrst hafi þurft að af­greiða. Tel­ur hún að eðli­leg­ur gang­ur hafi verið í málsmeðferð, eft­ir að um­sókn­in var tek­in til grein­ing­ar. 

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert