Jólagjöfin kom snemma í ár

Sigrún Helga Kjartansdóttir, Eggert Sigmundsson og Baldur Kárason (bruggmeistari)
Sigrún Helga Kjartansdóttir, Eggert Sigmundsson og Baldur Kárason (bruggmeistari) mbl.is/Hilmar Geirsson

„Við höfum áður fengið viðurkenningar fyrir okkar bjór en þessi verðlaun eru sérlega kærkomin og góð staðfesting á því að við bruggum góðan bjór. Það má segja að þetta sé jólagjöfin okkar í ár hér í brugghúsinu,“ segir Baldur Kárason, bruggmeistari hjá Víking brugghúsi, en fjórar bjórtegundir brugghússins hlutu nýverið verðlaun á hinni árlegu European Beer Challenge.

Um er að ræða eins konar Evrópukeppni í bjórgerð þar sem bjórframleiðendur keppa í fjölda mismunandi flokka.

Víking gylltur og Thule unnu báðir til gullverðlauna í sínum flokki en auk þess nældi brugghúsið í silfurverðlaun fyrir bæði Víking Lite og Víking Rökkr.

Nánar í Morgunblaðinu. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert