Boðar til fundar eftir að hafa náð tali af öllum

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari.
Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari nýtir daginn í dag til þess að ná tali af öllum samningsaðilum. Að því loknu mun hann boða til sameiginlegs fundar. 

VR, LÍV og sam­flot iðn- og tækni­greina tilkynntu þá ákvörðun sína um að taka hönd­um sam­an í yf­ir­stand­andi kjaraviðræðum við Sam­tök at­vinnu­lífs­ins. Inn­an sam­flots iðn- og tækni­greina eru MATVÍS, Rafiðnaðarsam­band Íslands, Samiðn og VM.

VR hafði slitið viðræðum við Samtök atvinnulífsins fyrir helgi en snýr með þessu aftur að samningaborðinu. 

Spurður hvort ferlið flækist þegar um svo víðtækt samflot er að ræða, segir Aðalsteinn það ekki þurfa að vera. „Í þessu húsi eru áskoranir og tækifæri samheiti þannig að við sjáum bara til og tökum þessu með opnum huga.“

Vekur von um framhaldið

Í gær var undirritaður kjarasamningur til skamms tíma milli Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins.

Aðalsteinn telur að samningur gærdagsins sé til þess fallinn að hjálpa til og vekja von um framhaldið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka