Dista aftur í dómsmál við ÁTVR

Ákvörðun ÁTVR um að hafna því að selja drykkinn byggðist …
Ákvörðun ÁTVR um að hafna því að selja drykkinn byggðist meðal annars á innihaldsefnasamsetningu drykkjarins. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Innflutningsfyrirtækið Dista hefur stefnt ÁTVR fyrir dóm vegna ákvörðunar verslunarinnar um að selja ekki drykk á vegum Dista er heitir Shaker.

RÚV greindi fyrst frá. 

Fjármálaráðuneytið hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að þeir 15 mánuðir sem það tók ÁTVR að taka ofangreinda ákvörðun væri of langur tími og teldist því óhóflegur dráttur. 

Í stefnu Dista eru einnig gerðar athugasemdir við það fyrirkomulag að sérfræðingar stofnunarinnar smakki drykkina í ljósi þess að engin gögn liggi fyrir um þessar smakkanir.

ÁTVR hafnaði því að selja drykkinn, sem ber heitið Shaker Original Alcohol & Caffeine, í janúar á þessu ári með vísan til ágalla sem ekki yrði bætt úr án breyttrar samsetningar innihaldsefna vökvans og þar með merkinga umbúðanna. 

Annað málið á þessu ári

Þetta er í annað sinn á árinu sem Dista dregur ÁTVR fyrir dóm en í fyrra skiptið komst héraðsdómur að því að reglu­gerð sú, sem lögð var til grund­vall­ar við ákvörðun vöru­úr­vals var ólögmæt.

Dista krefst þess að ákvörðun ÁTVR verði felld úr gildi en fyrirtaka fer fram síðdegis á morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka