Margir sett sig í samband við Carmeni eftir dóminn

Carmen segir dóm landsréttar vera sigur allra fórnarlamba Jóns.
Carmen segir dóm landsréttar vera sigur allra fórnarlamba Jóns. mbl.is/Eggert

Car­men Jó­hanns­dótt­ir seg­ir marga hafa sett sig í sam­band við sig í kjöl­far þess að Lands­rétt­ur dæmdi Jón Bald­vin Hanni­bals­son sek­an fyr­ir að hafa áreitt Car­meni kyn­ferðis­lega. Dóm­ur­inn er að henn­ar mati sig­ur fyr­ir all­ar þær kon­ur sem Jón hef­ur áreitt.

Já, það hef­ur fullt af fólki haft sam­band við mig. Alls kon­ar fólk, bæði fólk sem ég þekkti fyr­ir 20 árum og líka fórn­ar­lömb­in hans sem hafa verið að fá ein­hvers kon­ar upp­reist æru með þessu. Ég er bara glöð að þetta fór svona, að ég þurfi ekki að vera eiga öðru­vísi sam­tal núna. Þetta er góð til­breyt­ing.“

Búin að missa trúna á rétt­ar­kerf­inu

Lands­rétt­ur sneri á föstu­dag dómi héraðsdóms þar sem Jón Bald­vin var sýknaður seint á síðasta ári. 

Car­men viður­kenn­ir að niðurstaðan hafi að vissu leyti komið henni á óvart:

„Ég var bara frek­ar hissa, maður er bú­inn að vera að missa svo­lítið trúna á ís­lenska rétt­ar­kerf­inu í þessu ferli. En ég er mjög ánægð samt að dóm­in­um var snúið við.“

Kon­ur væru allt lífið í mála­rekstri

Dóm­ur­inn ber vott um viðhorfs­breyt­ingu og kann að hafa áhrif til fram­búðar að mati Car­men­ar. Þó viðhorf fólks til niður­stöðunn­ar sé mis­jafnt tel­ur Car­men hann geta haft varnaðaráhrif.

„Ef kon­ur ættu að kæra hvern ein­asta aðila sem áreit­ir þær kyn­ferðis­lega væru þær alla ævi að því. Þetta er svona „one for the team“,“ seg­ir Car­men.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka