Búið að stækka leitarsvæðið

Varðskipið Þór hefur verið við leitina frá því á laugardag. …
Varðskipið Þór hefur verið við leitina frá því á laugardag. Hér eru Páll Geirdal skipherra og Eiríkur Bragason yfirstýrimaður. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

„Varðskipið Þór var á svæðinu í nótt fram yfir miðnætti. Þeir hófu síðan leit aftur þegar birta tók,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi hjá Landhelgisgæslu Íslands, um gang leitarinnar að sjómanninum sem féll útbyrðis úti fyrir Garðskaga um helgina.

Ásgeir bætir við að þrátt fyrir allt hafi leitarskilyrði verið nokkuð góð og vindur hægur.

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur leitað úr lofti, en búið er að …
Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur leitað úr lofti, en búið er að stækka leitarsvæðið allverulega. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Oddur V. Gíslason og Þór við leit

„Í ljósi þess hve langur tími hefur liðið frá atburðinum var leitarsvæðið stækkað úr 10 sinnum 10 sjómílum í 18 sinnum 18 sjómílur. Það er leitað frá þessum punkti 25 sjómílum norðvestur af Garðskaga,“ segir hann.

Oddur V. Gíslason, björgunarskip björgunarsveitarinnar Landsbjargar, sé við leit í dag ásamt áhöfninni á varðskipinu Þór. Einnig er þyrla Landhelgisgæslunnar við leitina.

„Þetta er staðan á leitinni í dag og það verður leitað eins lengi og þurfa þykir og staðan tekin aftur seinna í dag.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert