Spáð er fremur hægri breytilegri átt í dag og 3 til 8 metrum á sekúndu. Skýjað verður með köflum á Norðurlandi en annars að mestu bjartviðri. Hiti verður í kringum frostmark, en allt að 7 stigum með suðurströndinni.
Breytileg átt verður á morgun, 3-10 m/s og hvassast sunnanlands. Að mestu verður léttskýjað, en víða skúrir eða él síðdegis, einkum við sjávarsíðuna. Frost verður á bilinu 0 til 6 stig, en hiti 0 til 4 stig syðst.