Neitaði að anda í áfengismæli

Lögreglan að störfum.
Lögreglan að störfum. mbl.is/Hari

Á öðrum tímanum í nótt var bifreið stöðvuð í hverfi 104 í Reykjavík. Ökumaðurinn var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Hann neitaði að gefa öndunarsýni í áfengismæli lögreglu og var því sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Hann var látinn laus að lokinni skýrslutöku.

Tvö umferðaróhöpp í Kópavogi

Tilkynnt var um tvö umferðaróhöpp í hverfi 200 í Kópavogi á sjöunda og áttunda tímanum í gærkvöldi. Í báðum tilfellum voru þeir sem ollu tjóninu handteknir, grunaðir um ölvun við akstur.

Í fyrra óhappinu, þar sem tvær bifreiðar skullu saman, kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að ekki sé vitað um áverka en í því síðara kemur fram að ekki hafi orðið slys á fólki.

Líkamsárás í Breiðholti

Upp úr klukkan tíu í gærkvöldi var tilkynnt um líkamsárás í Breiðholti. Árásarmaðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu. Ekki er vitað um áverka þess sem varð fyrir árásinni.

mbl.is/Arnþór

Tilkynnt var um þjófnað úr bifreið í hverfi 103 í Reykjavík laust fyrir klukkan níu í gærkvöldi. Bifreiðin mun hafa verið ólæst, en meðal annars var stolið úr henni fartölvu.

Tilkynnt var um rúðubrot í verslun í miðbæ Reykjavíkur á fjórða tímanum í nótt. Afskipti voru höfð af manni á vettvangi og viðurkenndi hann að hafa brotið rúðuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka