Rannveig formaður borgarstjórnarflokks Pírata

Rannveig Ernudóttir.
Rannveig Ernudóttir. Ljósmynd/Aðsend

Rannveig Ernudóttir, varafulltrúi Pírata í borgarstjórn, tekur við formennsku borgarstjórnarflokksins í leyfi Dóru Bjartar Guðjónsdóttur og var bréf þess efnis lagt fyrir fund forsætisnefndar föstudaginn 2. desember síðastliðinn.

Nú gæti einhverjum fundist sérkennilegt að formennskan fari ekki til aðalborgarfulltrúa en Alexandra Briem aðalborgarfulltrúi segir það eiga sér rökrænar skýringar.

Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata.
Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Formennskan er yfirleitt sett á þann aðila sem sér um utanumhald um flokksvinnuna fyrir flokkinn. Rannveig hefur svolítið tekið það að sér fyrir okkur og haldið utan um okkar innri fundi og viðburði sem við þurfum að mæta á og svo framvegis og hefur þannig verið með ígildi starfsmanns borgarflokks Pírata og því kjörin í starfið,“ segir Alexandra. 

Hún segir að áhugasvið fólks leiki hér líka hlutverk, en líka hversu mikinn tíma viðkomandi hefur til að sinna hverjum málaflokki. Formennska borgarstjórnarflokksins snýst fyrst og fremst um að halda utan um vinnuna við að vera borgarstjórnarflokkur. Ég er ennþá starfandi oddviti flokksins, svo það hefur ekki breyst.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert