Útlit er fyrir norðaustan- og norðanátt í dag og er vindur yfirleitt fremur hægur. Vindhraði gægist yfir 10 m/s. Frost verður víða, hiti á bilinu 0 til 5 stig. Á morgun bætir síðan í vind og víða verður norðanstrekkingur þegar kemur fram á daginn, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings.
Í dag og á morgun má búast við bjartviðri sunnan heiða. Norðan- og austanlands er útlit fyrir dálítil él og bætir í élin á þeim slóðum aðfaranótt föstudags og meiri fannburður verður fram eftir föstudeginum.