Velta íslenskrar kvikmyndagerðar aukist um 85%

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og viðskiptaráðherra hefur verið ötull talsmaður …
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og viðskiptaráðherra hefur verið ötull talsmaður stuðnings við íslenska kvikmyndagerð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mikil gróska hefur verið í íslenskri kvikmyndagerð síðustu fimm ár og hefur velta í geiranum aukist um 85% á þessu tímabili og er nú u.þ.b. 30 milljarðar króna.

Einnig hefur skapast mikil atvinna í geiranum og vinna á fjórða þúsund einstaklingar við kvikmyndagerð á Íslandi í dag segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins í dag. 

„Gróskan í kvikmyndagerð er einstök. Ég er þakklát fyrir þann víðtæka stuðning sem að málið hefur fengið á Alþingi, bæði með því að hækka endurgreiðslurnar í sumar í allt að 35% og nú með því að færa aukið fjármagn undir endurgreiðsluliðinn. Ég hef sterka sannfæringu fyrir því að stuðningur við skapandi greinar hafi jákvæð margföldunaráhrif á samfélagið og er viss um að þessi breyting muni efla innlenda kvikmyndagerð og draga stór erlend fjárfestingarverkefni til landsins,“ er haft eftir Lilju Dögg Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra í tilkynningunni.

Berdreymi í leikstjórn Guðmundar Arnar Guðmundssonar er ein þeirra íslensku …
Berdreymi í leikstjórn Guðmundar Arnar Guðmundssonar er ein þeirra íslensku kvikmynda sem kom fyrir sjónir almennings á þessu herrans ári 2022. Ljósmynd/Aðsend

Fleiri erlend verkefni

Stjórnvöld hafa markað framsækna stefnu til að styðja við íslenska kvikmyndagerð og fjármagn til endurgreiðslna vegna kvikmyndagerðar á Íslandi er aukið um fjóra milljarða króna fyrir aðra umræðu fjárlaga 2023. Stuðningur við kvikmyndaframleiðslu gerir það að verkum að verkefni sem hafa fengið vilyrði frá kvikmyndasjóð geta nú hafist á áætluðum tíma.

Veltan jókst á milli áranna 2019 og 2020 um 50% eða um 6,5 milljarða og frá árinu 2021 jókst veltan um 7% frá 2020, en sú aukning skýrst að hluta vegna fleiri erlendra verkefna. Árið í ár er síðan geysilega gott, með aukningu frá 2021 upp á 25% eða um 2,9 milljarða króna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert