Auðvelt að kasta hættulegum hlutum út um glugga

Verslunin Stella í Bankastræti.
Verslunin Stella í Bankastræti. mbl.is/Hari

Eigandi lóðarinnar Bankastræti 3 í Reykjavík áformar að reisa þar fjögurra hæða nýbyggingu. Verslunin Stella er einnig á lóðinni, í friðuðu húsi.

Í minnisblaði, sem forsætisráðuneytið og Framkvæmdasýsla – Ríkiseignir hafa sent skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, segir að ljóst sé að byggingaráform á lóðinni verði að óbreyttu möguleg ógn við öryggi aðstöðu æðstu stjórnar landsins, séu áformin skoðuð í samhengi við fyrirhugaða nýbyggingu forsætisráðuneytisins.

„Fyrirhuguð hæð á nýbyggingu á lóðinni Bankastræti 3 og staðsetning hennar á lóðamörkum, við hliðina á fundarherbergi ríkisstjórnar, felur í sér að auðvelt er að kasta hættulegum efnum/hlutum út um glugga á efri hæðum þeirrar byggingar ofan á þak nýbyggingar forsætisráðuneytisins,“ segir orðrétt. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert