Leiðangur var farinn í Eldey með þyrlu Landhelgisgæslunnar 6. desember. Þátttakendur voru Svenja Aughage frá Náttúrufræðistofnun Íslands, Sveinbjörn Steinþórsson frá Háskóla Íslands, Julie Kermarec og Dagur Jónsson frá Umhverfisstofnun og Sindri Gíslason forstöðumaður Náttúrustofu Suðvesturlands.
Sindri sagði að reynt hefði verið að heimsækja Eldey nokkuð reglulega en ferðirnar féllu niður undanfarin ár vegna heimsfaraldursins. Hann skoðaði plastmengun í Eldey en þar er mikið af nælonspottum og öðru plastdrasli sem súlan notar til hreiðurgerðar.
„Það er mjög mikið af plasti í eynni og það sýnir vel aðgengi súlna að plasti. Það virðist trompa flest annað í vali á hreiðurefni,“ segir Sindri.
Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.