Þjónusta við gesti Vinjar verður tryggð  

Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Velferðarsviðs borgarinnar.
Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Velferðarsviðs borgarinnar. Ljósmynd/Helga Lind

„Það hef­ur aldrei staðið til að leggja niður starf­semi dag­set­urs­ins Vinj­ar og ung­linga­smiðjanna Stígs og Traðar, án þess að tryggð sé önnur útfærsla á þeirri þjónustu,“ seg­ir Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir, formaður Vel­ferðarráðs borg­ar­inn­ar. 

Hún seg­ir að þetta hafi lík­lega verið óheppi­lega orðað sem hafi ollið þess­um mis­skiln­ingi hjá Land­sam­tök­un­um Geðhjálp. Hún seg­ir að það verði sann­an­lega unnið að þessu máli í sam­ráði við notendur, fag­fólk og hagaðila eins og Geðhjálp.

Dagsetrið Vin á Hverfisgötu í Reykjavík.
Dagsetrið Vin á Hverfisgötu í Reykjavík. Ljósmynd/Facebook

Hagræðinga- og umbótatillögur borgarstjórnar sem samþykktar voru í borgarstjórn á þriðjudaginn innihalda texta um breytingar á Vin, Stíg og Tröð en það séu tillögur sem eiga eftir að fara í frekari úrvinnslu hjá velferðarráði. Útfærslan verður síðan gerð í samráði við hagaðila og meðal annars skoðað hvort hægt sé að auka þjónustuna og sameina hugsanlega annarri þjónustu. Það sé hins vegar útfærsluatriði sem verður unnið í samráði við fagfólk og hagaðila segir hún. 

Heiða Björg segir að borgin leggi áherslu á að skerða ekki lífsgæði þessa viðkvæma hóps sem sækir Vin og þeirra unglinga sem njóta þjónustu smiðjanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert