Vilja lengra gæsluvarðhald í hryðjuverkamáli

Gæsluvarðhaldið yfir mönnunum rennur út á morgun.
Gæsluvarðhaldið yfir mönnunum rennur út á morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Héraðssaksóknari mun á morgun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðahald yfir mönnunum tveimur sem eru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka hér á landi.

Að sögn Ólafs Þór Haukssonar héraðssaksóknara kemur í ljós á morgun hversu farið verði fram á langt gæsluvarðahald yfir þeim. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Vopn sem lögreglan lagði hald á vegna málsins.
Vopn sem lögreglan lagði hald á vegna málsins. mbl.is/Hallur Már

Menn­irn­ir voru í síðasta mánuði úr­sk­urðaðir í áfram­hald­andi tveggja vikna gæslu­v­arðhald sem renn­ur út á morgun. Þá hafa þeir setið í gæslu­v­arðhaldi í ell­efu vik­ur, en að há­marki er hægt að fá gæslu­v­arðhalds­úrsk­urði í tólf vik­ur án þess að gefa út ákæru.

Spurður hvort ákæra yfir mönnunum sé væntanleg segir Ólafur Þór að það skýrist betur á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert