Vill lækka skuldir ríkisins um 20 milljarða

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. mbl.is/Hákon

Viðreisn leggur til þær breytingartillögur á fjárlagafrumvarpi fyrir 2023; að skuldir ríkisins verða lækkaðar um 20 milljarðar, hagræðing í ríkisrekstri sem skili þremur milljörðum, auka framlög til barnafjölskyldna um 7,5 milljarðar, fjárfesta í heilbrigðiskerfinu fyrir sex milljarða, hækka veiðigjöld um sex milljarða og leggja á kolefnisgjöld á mengandi iðnað sem skili 13,5 milljörðum í ríkiskassann. 

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, greindi frá þessum tillögum á þingi í dag. 

Flokkurinn telur brýnt að takast á við hallarekstur ríkisins, þar sem hann hvetur til þenslu og verðbólgu sem leggst þungt á almenning.

Mikilvægt sé að styðja Seðlabankann í því markmiði að hemja verðbólgu og sýna aðhald í fjármálum ríkisins. Flokkurinn vill leggja 7,5 milljarða í það að hækka barnabætur, vaxtabætur og húsnæðisbætur.

Vaxtakostnaður of hár

Flokkurinn vill að strax á næsta ári verði skuldir ríkisins lækkaðar um 20 milljarðar. Það gangi ekki að vaxtagjöld séu þriðji stærsti fjárlagaliður ríkisins, þar sem hár vaxtakostnaður veikir getu ríkisins til þess að fjárfesta í grunnþjónustu fyrir almenning til framtíðar.

Viðreisn vill að það verði eftirsóknarvert að vinna í heilbrigðiskerfinu og vill bæta kjör kvennastétta í heilbrigðiskerfinu og að sex milljörðum verði aukalega varið í heilbrigðiskerfið.

Telja frumvarpið vanmeta verðmæti Íslandsbanka

Flokkurinn vill einnig hækka veiðigjöld um sex milljarð og kolefnisgjöld verða lögð á stóriðju, sem hingað til hefur verið undaþegin slíkum gjöldum. Flokkurinn telur að það skili ríkisjóð tekjum upp á 13,5 milljarða

Viðreisn vill klára selja eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka á næsta ári og að söluandvirði hans verði varið til niðurgreiðslu skulda. Flokkurinn telur að fjárlagafrumvarpið vanmeti verðmæti eignarhluta ríkisins um 13 milljarða, miðað við eiginfjárstöðu bankans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert