Uppsteypa Höfða hafin

Hótelið er 6.000 fermetrar, 140 metrar að lengd og á …
Hótelið er 6.000 fermetrar, 140 metrar að lengd og á fjórum hæðum. 40 herbergi verða á hótelinu. Tölvuteikning/Höfði Lodge

Nýtt og glæsilegt lúxushótel, Höfði Lodge, er byrjað að taka á sig mynd uppi á Þengilshöfða, 50 metra háum kletti, 800 metrum frá Grenivík í Eyjafirði. Björgvin Björgvinsson, einn eigenda hótelsins, segir í samtali við Morgunblaðið að undirbúningurinn hafi tekið 8-9 ár.

„Ég og samstarfsmaður minn, Jóhann Haukur Hafstein, byrjuðum með þyrluskíðafyrirtækið Viking Heliskiing árið 2013, fyrst á Ólafsfirði og síðar á Siglufirði, en markmiðið var alltaf að reisa okkar eigið hótel hér á Grenivík,“ segir Björgvin.

Glæsilegur bar á efstu hæðinni með útsýni yfir Eyjafjörðinn.
Glæsilegur bar á efstu hæðinni með útsýni yfir Eyjafjörðinn.

Hótelið mun m.a. þjóna sem höfuðstöðvar þyrluskíðastarfseminnar.

Björgvin segir að jörðin sem hótelið rísi á hafi verið í eigu fjölskyldu eiginkonu sinnar. Þar hafi áður verið stunduð kartöflurækt.

„Ég vissi alltaf af þessari jörð. Tengdapabbi geymdi hesta þarna eftir að ræktun var hætt. Það var svo fyrir þremur árum að ég ákvað að ráðast í verkefnið. Aðdragandinn er búinn að vera mjög langur.“

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert