45 milljónir í bætur vegna hótelbyggingar

Hótel Skuggi á Hverfisgötu 103. Sala Landsbankareitsins á undirverði gerði …
Hótel Skuggi á Hverfisgötu 103. Sala Landsbankareitsins á undirverði gerði það að verkum að gildi kyrrseningar hótelbyggingarinnar rýrnaði. mbl.is/Styrmir Kári

Fyrrverandi eigandi SA Verks, Sigurður Andrésson, hefur verið dæmdur í Landsrétti til að greiða LOB ehf. 45 milljónir í skaðabætur, vegna Hótels Skugga á Hverfisgötu 103. 

Fé­lagið LOB ehf. varð til við end­ur­reisn Loftorku í Borg­ar­nesi árið 2009 og er í eigu Bygg­inga­lausna ehf., fé­lags feðganna Óla Jóns Gunn­ars­son­ar og Bergþórs Ólason­ar alþing­is­manns.

Taldi Landsréttur að Landsbankareiturinn hefði verið seldur á undirverði út úr H96 ehf. og að Sigurður hefði því vikið með saknæmum hætti frá þeim kröfum sem gera hafi mátt til hans. Í áfrýjuðum dómi héraðsdóms var Sigurður dæmdur til að greiða um 100 milljónir í skaðabætur.

Tók að sér að framleiða forsteyptar einingar í hótelbyggingu

SA verk og LOB höfðu gert með sér verksamning þar sem LOB tók að sér að framleiða og reisa forsteyptar einingar í hótelbyggingu að Hverfisgötu 103 en vegna ágreinings félaganna krafðist LOB kyrrsetningar hjá SA verki til trygginngar 94 milljóna kröfu, sem sýslumaður varð við.

Með dómi héraðsdóms í málinu, til staðfestingar á gerðinni, var fallist á kröfu LOB upp á 60 milljónir, að viðbættum dráttarvöxtum og frádreginni tilgreindri innborgun en þá hafði H96 ehf. tekið við skyldum SA verks eftir samruna félaganna. 

LOB fékk á hinn bóginn ekki greiddar nema um 3 milljónir af hinni dæmdu fjárhæð og höfðaði því bótamál á hendur SA verks. Í dómi Landsréttar, sem féll í gær, var talið að uppsetning félaga Sigurðar hafi leitt til þess að allir stjórnunarþræðir SA verks, H96 ehf. oh SAB ehf. hafi legið hjá honum sjálfum og skipti það máli við mat á því hvort saknæm háttsemi hefði falist í sölu Landsbankareitsins til SAB ehf. 

Landsbankareiturinn seldur á undirverði og kyrrsetningin rýrð

Komst rétturinn að þeirri niðurstöðu að Landsbankareiturinn hefði verið seldur á undirverði út úr H ehf. Með því hefði S vikið með saknæmum hætti frá þeim kröfum sem gera hafi mátt til hans og rýrt gildi kyrrsetningarinnar. Eðlileg sala reitsins hefði aukið verulega möguleika H ehf. til að s tanda við skuldbindingar sínar, þar á meðal gagnvart LOB ehf., og gögn málsins bæru með sér að LOB ehf. hefði að minnsta kosti að verulegu leyti notið þeirra viðbótarfjármuna sem runnið hefðu inn í H96 ehf. við eðlilega sölu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert