Framtíð Rokksafns Íslands í óvissu

Björgvin Halldórsson er einn þeirra tónlistarmanna sem hafa lánað Rokksafni …
Björgvin Halldórsson er einn þeirra tónlistarmanna sem hafa lánað Rokksafni Íslands muni. Á myndinni leikur hann á flygil vinar síns,Ragnars Bjarnasonar, í rokksafninu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Til athugunar er að flytja Bókasafn Reykjanesbæjar í núverandi húsnæði Rokksafns Íslands í Hljómahöll.

Jafnframt verður athugað hvort hægt verður að flytja safnmuni rokksafnsins í annað húsnæði, í heild eða að hluta eða halda hluta safnsins áfram í núverandi húsnæði. Ef af flutningi bókasafnsins verður og ekki finnst annað hentugt húsnæði verður rokksafninu væntanlega pakkað saman og sett í geymslu.

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, leggur áherslu á að ekki hafi verið tekin ákvörðun í málinu. Bæjarstjóra og öðrum starfsmönnum bæjarins hafi verið falið að athuga hvort þessi hugmynd sé góð og framkvæmanleg. 

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert